Vona að drengirnir finni neistann 9. desember 2008 11:56 Mynd/BB "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36