Allt undir í tvenndarleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 13:25 Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Mynd/Völundur Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00. Erlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00.
Erlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira