Kostnaðarsamt að kasta til höndum 21. maí 2008 00:01 Þórður Víkingur Friðgeirsson hefur víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum jafnt í opinbera- og einkageiranum. Rannsóknir Þórðar benda til skorts á aga og í opinberum framkvæmdum. markaðurinn/arnþór Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira