Flöggum Grænfánanum sem víðast Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 30. maí 2008 00:01 Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun