Hrip í Hyde Park 18. júlí 2008 06:00 Skálinn eftir Gehry í líkani. Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira