Rod Stewart aftur með Faces 14. júlí 2008 05:15 Rod Stewart er alltaf unglegur og hress. Talið er líklegt að hann muni syngja með The Faces síðar á árinu. Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár." Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár."
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira