Aðventutónar á Akureyri 5. desember 2008 06:00 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína stóru tónleika á morgun í Íþróttahúsi Glerárskóla.mynd frÉttablaðið Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. [email protected] Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. [email protected]
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira