Ecclestone: Raikkönen skrítinn gaur og Hamilton líkur Schumacher 10. október 2008 14:36 Bernie Ecclestone og Fabio Capeollo ræða málin, en Ecclestone hefur mikinn áhuga á knattstpyrnu auk Formúlu 1. mynd: Getty Images Bretinn Bernie Ecclestone er óhræddur að láta vinda blása þegar hann er í viðtölum við fréttamenn, en keppt er í Formúlu 1 í Japan um helgina. Fyrir skömmu kallaði hann þjónustumenn Ferrari trúða, eftir að forseti Ferrari sagði mótið í Singapúr eins og sirkus. Í dag ræddi hann um Kimi Raikkönen við ítalskan fjölmiðil um núverandi meistara, Kimi Raikkönen. "Kimi er skrítinn gaur og ég kann ágætlega við hann, eins og hann er. En þegar menn eru meistarar, þá þurfa þeir að opna sig og gefa gott fordæmi. Það hefur Raikkönen ekki gert", segir Eccestone sem finnst Finninn þumbaralegur á köflum. Á móti segir Raikkönen að hann sjái enga ástæðu til að verða annar karakter en hann er, þó hann hafi orðið meistari. "Það er mér hulinn ráðgáta hvert hæfileikar Raikkönen hafa horfið þetta árið hvað aksturinn varðar. Felipe Massa hefur aftur á móti verið óheppinn, en það væri slæmt ef Lewis Hamilton vinnur ekki titilinn í ár, eftir brösótt gengi liðsins í fyrra og slæmar ákvarðanir liðsins. En það væri jafn leiðinlegt ef Massa ynni ekki. Hamilton er hinsvegar í flokki með Ayrton Senna og Michael Schumacher", sagði Eccelstone. Bein útsending frá lokaæfingu og tímatökunni á Fuji brautinni í Japan verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Bernie Ecclestone er óhræddur að láta vinda blása þegar hann er í viðtölum við fréttamenn, en keppt er í Formúlu 1 í Japan um helgina. Fyrir skömmu kallaði hann þjónustumenn Ferrari trúða, eftir að forseti Ferrari sagði mótið í Singapúr eins og sirkus. Í dag ræddi hann um Kimi Raikkönen við ítalskan fjölmiðil um núverandi meistara, Kimi Raikkönen. "Kimi er skrítinn gaur og ég kann ágætlega við hann, eins og hann er. En þegar menn eru meistarar, þá þurfa þeir að opna sig og gefa gott fordæmi. Það hefur Raikkönen ekki gert", segir Eccestone sem finnst Finninn þumbaralegur á köflum. Á móti segir Raikkönen að hann sjái enga ástæðu til að verða annar karakter en hann er, þó hann hafi orðið meistari. "Það er mér hulinn ráðgáta hvert hæfileikar Raikkönen hafa horfið þetta árið hvað aksturinn varðar. Felipe Massa hefur aftur á móti verið óheppinn, en það væri slæmt ef Lewis Hamilton vinnur ekki titilinn í ár, eftir brösótt gengi liðsins í fyrra og slæmar ákvarðanir liðsins. En það væri jafn leiðinlegt ef Massa ynni ekki. Hamilton er hinsvegar í flokki með Ayrton Senna og Michael Schumacher", sagði Eccelstone. Bein útsending frá lokaæfingu og tímatökunni á Fuji brautinni í Japan verður á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira