Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,45 prósent í morgun en styrktist fljótlega og stendur nú nándar óbreytt frá í gær. Vísitala hennar stendur í 152,2 stigum. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu daga og stóð við 151,8 stigin í gær en það hefur ekki farið undir 150 stigin síðan seint í maí.
Bandaríkjadalur kostar nú 75,7 krónur, eitt breskt pund 149,3 krónur og ein evra 118,8 krónur. Þá kostar danska krónan 15,9 krónur íslenskar en hún hefur ekki verið ódýrari í sléttan mánuð.