Yfirlitssýning um Gylfa 1. nóvember 2008 05:00 Endurvinnsla Gylfa á Fjallamjólk eftir Kjarval. Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira