Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 13:18 Birgir Leifur er í þokkalegum málum á Spáni. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag. Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag.
Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira