Golf

Sjáðu allar til­finningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy fagnar hér sigri á Mastersmótinu í gær eftir að sett niður pútt á átjándu.
Rory McIlroy fagnar hér sigri á Mastersmótinu í gær eftir að sett niður pútt á átjándu. Getty/Richard Heathcote

Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi.

Pressan var mikil á norður-írska kylfingnum og hún hefur verið að aukast með hverju árinu. Hann var við það að kasta þessu frá sér einu sinni enn en hafði lokum betur eftir bráðabana.

Það sást líka þegar lokapúttið hans fór í holunum og hann var orðinn Mastersmeistari.

Tilfinningar flæddu fram og hann lagðist á grúfu á flötinni. Hér fyrir neðan má sjá stundina þegar hann tryggði sér Masterstitilinn og viðbrögð hans á eftir.

Það var auðvelt að samgleðjast þessum frábæra kylfingi auk þess að mjög margir héldu örugglega með honum og fögnuðum sigri hans líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×