Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði 27. september 2008 05:00 Listakonan Sigrún Ólafsdóttir hefur unnið útilistaverk við ýmsar byggingar í Þýskalandi þar sem hún er búsett. Verkið sem sett verður upp á Selfossi ber nafnið Sveipur. Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Í samkomulagi við Sigrúnu sem bæjarráð Árborgar staðfesti í janúar 2006 kemur fram að henni skyldu greiddar tvær milljónir króna fyrir hönnun útilistaverks úr stáli. Verkinu, sem nefnt er Sveipurinn, er ætlaður staður austan við Ölfusárbrúna. Sigrún hefur þegar skilað teikningum og módeli að verkinu og fengið stærstan hluta sinnar þóknunar greiddan. Að auki hefur verið unnin talsverð vinna við burðarþolshönnun. Kostnaður vegna hennar er óuppgerður en er meiri en ráð var fyrir gert að sögn Jóns Hjartarsonar, formanns bæjarráðs. „Megin skýringin er sú að heimsmarkaðsverð á góðu stáli hefur margfaldast frá því samið var um verkið," segir Jón um ástæðu tafanna. Nýlega mun Árborg hafa spurst fyrir um það hjá stálsmiðju hvað smíði listaverksins myndi kosta. Svarið mun hafa verið fimmtán milljónir króna. Þá er eftir kostnaður við undirstöður, sem þurfa að vera miklar þar sem verkið verður þungt og umfangsmikið. Það blasir því við að heildarkostnaður við listaverkið Sveip verður naumast undir tuttugu milljónum króna - allt að fjórfalt hærri en lagt var upp með. Á fundi menningar- og listanefndar Árborgar í síðustu viku var lögð rík áhersla á að samningurinn við Sigrúnu yrði efndur. Rætt var um að fá einkaaðila til að hlaupa undir bagga með fjármögnun og Jón segir það einmitt koma til greina. Ekki sé annað í myndinni en að bærinn standi við samninginn. „Við viljum - og eigum samkvæmt samningi - að koma þessu gríðarlega flotta og mikla listaverki upp. Það verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun frá 2010 til 2012. Allir möguleikar verða skoðaðir," segir formaður bæjarráðs. Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Í samkomulagi við Sigrúnu sem bæjarráð Árborgar staðfesti í janúar 2006 kemur fram að henni skyldu greiddar tvær milljónir króna fyrir hönnun útilistaverks úr stáli. Verkinu, sem nefnt er Sveipurinn, er ætlaður staður austan við Ölfusárbrúna. Sigrún hefur þegar skilað teikningum og módeli að verkinu og fengið stærstan hluta sinnar þóknunar greiddan. Að auki hefur verið unnin talsverð vinna við burðarþolshönnun. Kostnaður vegna hennar er óuppgerður en er meiri en ráð var fyrir gert að sögn Jóns Hjartarsonar, formanns bæjarráðs. „Megin skýringin er sú að heimsmarkaðsverð á góðu stáli hefur margfaldast frá því samið var um verkið," segir Jón um ástæðu tafanna. Nýlega mun Árborg hafa spurst fyrir um það hjá stálsmiðju hvað smíði listaverksins myndi kosta. Svarið mun hafa verið fimmtán milljónir króna. Þá er eftir kostnaður við undirstöður, sem þurfa að vera miklar þar sem verkið verður þungt og umfangsmikið. Það blasir því við að heildarkostnaður við listaverkið Sveip verður naumast undir tuttugu milljónum króna - allt að fjórfalt hærri en lagt var upp með. Á fundi menningar- og listanefndar Árborgar í síðustu viku var lögð rík áhersla á að samningurinn við Sigrúnu yrði efndur. Rætt var um að fá einkaaðila til að hlaupa undir bagga með fjármögnun og Jón segir það einmitt koma til greina. Ekki sé annað í myndinni en að bærinn standi við samninginn. „Við viljum - og eigum samkvæmt samningi - að koma þessu gríðarlega flotta og mikla listaverki upp. Það verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun frá 2010 til 2012. Allir möguleikar verða skoðaðir," segir formaður bæjarráðs.
Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira