Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 16:02 Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Pólstjörnumálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira