Agnar Már Magnússon: Láð.
Önnur tríóskífa Agnars Más, sem að þessu sinni kveðst á við þjóðararfinn á innhverfum djassnótum. Lögin eru ýmist frumsamin eða unnin uppúr gömlum stemmum og sálmum. Einar Scheving: Cycle. Fyrsta skífa trommarans unga. Lögin tíu mynda sterka heild og mætti kalla svítu; eru alþjóðleg í eðli sínu en bera þó sterkt norrænt yfirbragð og ríma vel við hljóðfæraleikarana sem flytja.
Sigurður Flosason: Bláir skuggar
Saxafónleikarinn þrautreyndi glímir hér við blúsinn í ólíkum myndum, bæði innan og utan hefðbundins blúsramma. Með honum leika nokkrir reyndustu djassleikurum Íslands, Flytjendur: Bonsom. Djassrokkuð hljómsveit ungra manna, sem búa yfir mikilli reynslu, og tekst að varpa pönkuðum frjálsdjassblæ á tónlist sína.
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar.Ótrúlegt afrek hjá básúnuleikaranum unga að stofna fönkaða djassstórsveit með kornungum mönnum, gefa út athyglisverða skífu með sveitinni og halda tónleikan um land allt.

