Með öfugt ennisband og varasalva í sokknum 22. desember 2008 13:52 Rondo keyrir hér framhjá nýliðanum Derrick Rose hjá Chicago NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira