Hansa í lögfræðidrama 28. október 2008 06:30 Hansa leikur í Rétti en að henni stendur mikið lögfræðislekti, foreldrar hennar eru Örn Clausen og Guðrún Erlendsdóttir. „Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - [email protected] Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - [email protected]
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira