Allir gefa út fyrir Airwaves Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 8. september 2008 06:00 Þroskaðri Jeff Who? blanda geði við Esther Talíu á nýrri plötu. Frá vinstri eru Elli, Baddi og Valdi. Ásgeir og Þorri mættu ekki í myndatöku. MYND/Stefán Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði! Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði!
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira