Ferð án fyrirheits 29. maí 2008 06:00 Hluti af sveit Jóns Ólafssonar sem kemur fram í kvöld.Mynd: Listahátið Söngvaskáld hafa lengi nýtt sér kvæði Steins Steinarr við lagasmíðar. Í kvöld verður hnykkur á ferð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns þegar fyrri tónleikar af tveimur helgaðir lögum við ljóð Steins verða í Gamla bíói - Íslensku óperunni - á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Vænn hópur tónlistarmanna kemur fram í kvöld. Ellefu verða á sviði og flytja þar bæði eldri og nýjar tónsmíðar við fjölda ljóða Steins.Bæði Jón og Steinn eru upprunnir úr Djúpinu. Hefur Jón lengi haft dálæti á ljóðum Steins og fiktað við að finna þeim lagboða, rétt eins og aðrir samtímamenn, Magnús Eiríksson, Bergþóra Árnadóttur, Ragnar Bjarnason, Megas og Hörður Torfason, svo nokkrir séu nefndir. Má fullyrða að ljóð Steins hafi mörg hver fengið vængi fyrir tilstuðlan yngri tónskálda úr dægurlagaiðnaðinum. Nú bæta Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla nýjum söngvum í það safn. Flytjendur og túlkendur laga í kvöld og annað kvöld eru systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn, Helgi Björnsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Svavar Knútur í Hrauni og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum. Undirleik annast Jón, Guðmundur Pétursson, Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Hrafnkell Orri Egilsson og Una Sveinbjarnardóttir. Verkefnið er styrkt af Glitni, Baugi og VÍS og mun væntanleg hljómplata með hluta af efninu sem flutt verður í kvöld. Samstarf Jóns og Sigurðar Bjólu á sér nokkra sögu: Bjólan tók upp nokkrar af plötum Nýdanskrar og fylgdi þeim félögum upp í Þjóðleikhús í Gauragangi. „Og varð þar eftir," segir Jón en Sigurður hefur unnið þar síðan í hljóðdeild. Aftur lágu leiðir þeirra saman þegar Baltasar Kormákur fékk Sigurð til að gera tónlist við Brúðgumann og kom Jón líka að þeirri vinnu. Þeir eiga um helming af efninu sem flutt verður í Gamla bíói, en hitt er sótt í smiðju eldri höfunda. Jón er ánægður með dagskrá kvöldsins. Hann mun þar leika í fyrsta sinn á nýjan Hammond sem hann er búinn að fá sér og gefur það ugglaust einhverja hugmynd um í hvaða átt tónlistin stefnir við hólinn næstu kvöld. [email protected] Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngvaskáld hafa lengi nýtt sér kvæði Steins Steinarr við lagasmíðar. Í kvöld verður hnykkur á ferð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns þegar fyrri tónleikar af tveimur helgaðir lögum við ljóð Steins verða í Gamla bíói - Íslensku óperunni - á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Vænn hópur tónlistarmanna kemur fram í kvöld. Ellefu verða á sviði og flytja þar bæði eldri og nýjar tónsmíðar við fjölda ljóða Steins.Bæði Jón og Steinn eru upprunnir úr Djúpinu. Hefur Jón lengi haft dálæti á ljóðum Steins og fiktað við að finna þeim lagboða, rétt eins og aðrir samtímamenn, Magnús Eiríksson, Bergþóra Árnadóttur, Ragnar Bjarnason, Megas og Hörður Torfason, svo nokkrir séu nefndir. Má fullyrða að ljóð Steins hafi mörg hver fengið vængi fyrir tilstuðlan yngri tónskálda úr dægurlagaiðnaðinum. Nú bæta Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla nýjum söngvum í það safn. Flytjendur og túlkendur laga í kvöld og annað kvöld eru systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn, Helgi Björnsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Svavar Knútur í Hrauni og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum. Undirleik annast Jón, Guðmundur Pétursson, Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Hrafnkell Orri Egilsson og Una Sveinbjarnardóttir. Verkefnið er styrkt af Glitni, Baugi og VÍS og mun væntanleg hljómplata með hluta af efninu sem flutt verður í kvöld. Samstarf Jóns og Sigurðar Bjólu á sér nokkra sögu: Bjólan tók upp nokkrar af plötum Nýdanskrar og fylgdi þeim félögum upp í Þjóðleikhús í Gauragangi. „Og varð þar eftir," segir Jón en Sigurður hefur unnið þar síðan í hljóðdeild. Aftur lágu leiðir þeirra saman þegar Baltasar Kormákur fékk Sigurð til að gera tónlist við Brúðgumann og kom Jón líka að þeirri vinnu. Þeir eiga um helming af efninu sem flutt verður í Gamla bíói, en hitt er sótt í smiðju eldri höfunda. Jón er ánægður með dagskrá kvöldsins. Hann mun þar leika í fyrsta sinn á nýjan Hammond sem hann er búinn að fá sér og gefur það ugglaust einhverja hugmynd um í hvaða átt tónlistin stefnir við hólinn næstu kvöld. [email protected]
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira