Afmæli Atla fagnað 18. september 2008 08:00 Atli Heimir Sveinsson Glæsileg hátíðarhöld fara fram víða um heim í tilefni af sjötugsafmæli hans. Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Fyrst ber að nefna tónleika sem haldnir verða á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 16 á sunnudag. Þar munu stíga á svið leikarar Þjóðleikhússins ásamt fjölda tónlistarmanna og dansara og flytja brot úr leikhúsperlum tónskáldsins. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Backman, miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 fara svo fram hátíðartónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar verða á dagskrá kammertónlist, rapp og kórtónlist, en verkin endurspegla hin ólíku stílbrigði sem finna má í verkum Atla Heimis. Á meðal flytjenda eru Kolbeinn Bjarnason, Guðmundur Kristmundsson, Elísabet Waage, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Franzson og Margrét Sigurðardóttir. Kynnir á tónleikunum er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, miðaverð er 1.500 kr. og miða má nálgast í miðasölu Salarins. Ný fiðlusónata Atla Heimis verður frumflutt á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld kl. 20. Þar verður einnig á dagskrá flautusónata hans, en hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verk ársins árið 2006. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Wolfgang Kühnl. Miðaverð er 1.500 kr. og verður miðasala við innganginn. Á þriðjudagskvöld kl. 20 verður einsöngslögum og einleiksverkum Atla Heimis gert hátt undir höfði á tónleikum í Listasafni Íslands. Á meðal flytjenda á tónleikunum verða Bergþór Pálsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eydís Franzdóttir og Sólrún Bragadóttir. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram við innganginn. Í nóvember fara fram tvennir tónleikar, í hátíðarsal Varmárskóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem flutt verður fjölskyldudagskrá samsett úr völdum verkum Atla Heimis. Dagskrá þessi verður einnig flutt fyrir hátt í 2.000 grunnskólanema á sextán skólatónleikum á vegum Tónlistar fyrir alla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ljúka þessari tónleikaröð með afmælistónleikum helguðum verkum Atla Heimis hinn 19. mars á næsta ári. Að auki kemur Sinfóníuhljómsveitin til með að flytja Icerapp Atla Heimis á tónleikum sínum hinn 26. september næstkomandi. Af erlendum vettvangi er gaman að geta þess að hinn 27. september flytur Juilliard New Music Ensamble í New York verkið Icerapp eftir Atla Heimi og 29. nóvember mun Hyperiontríóið halda tónleika með verkum eftir Atla í Beethovenhalle í Bonn. - vþ Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Fyrst ber að nefna tónleika sem haldnir verða á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 16 á sunnudag. Þar munu stíga á svið leikarar Þjóðleikhússins ásamt fjölda tónlistarmanna og dansara og flytja brot úr leikhúsperlum tónskáldsins. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Backman, miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 fara svo fram hátíðartónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar verða á dagskrá kammertónlist, rapp og kórtónlist, en verkin endurspegla hin ólíku stílbrigði sem finna má í verkum Atla Heimis. Á meðal flytjenda eru Kolbeinn Bjarnason, Guðmundur Kristmundsson, Elísabet Waage, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Franzson og Margrét Sigurðardóttir. Kynnir á tónleikunum er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, miðaverð er 1.500 kr. og miða má nálgast í miðasölu Salarins. Ný fiðlusónata Atla Heimis verður frumflutt á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld kl. 20. Þar verður einnig á dagskrá flautusónata hans, en hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verk ársins árið 2006. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Wolfgang Kühnl. Miðaverð er 1.500 kr. og verður miðasala við innganginn. Á þriðjudagskvöld kl. 20 verður einsöngslögum og einleiksverkum Atla Heimis gert hátt undir höfði á tónleikum í Listasafni Íslands. Á meðal flytjenda á tónleikunum verða Bergþór Pálsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eydís Franzdóttir og Sólrún Bragadóttir. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram við innganginn. Í nóvember fara fram tvennir tónleikar, í hátíðarsal Varmárskóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem flutt verður fjölskyldudagskrá samsett úr völdum verkum Atla Heimis. Dagskrá þessi verður einnig flutt fyrir hátt í 2.000 grunnskólanema á sextán skólatónleikum á vegum Tónlistar fyrir alla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ljúka þessari tónleikaröð með afmælistónleikum helguðum verkum Atla Heimis hinn 19. mars á næsta ári. Að auki kemur Sinfóníuhljómsveitin til með að flytja Icerapp Atla Heimis á tónleikum sínum hinn 26. september næstkomandi. Af erlendum vettvangi er gaman að geta þess að hinn 27. september flytur Juilliard New Music Ensamble í New York verkið Icerapp eftir Atla Heimi og 29. nóvember mun Hyperiontríóið halda tónleika með verkum eftir Atla í Beethovenhalle í Bonn. - vþ
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira