Fínt að vera á sjónum í kreppunni Sara McMahon skrifar 15. júlí 2008 00:01 Fanturinn hvílir bassann Þröstur Jónsson, fyrrum basaleikari í Mínus, sækir nú sjó fyrir austan. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu síðar í mánuðinum en segist ekki munu halda upp á afmælið með látum. Hann drekki enda ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat. Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum. Eistnaflug Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum.
Eistnaflug Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira