Ungar hæfileikakonur í Hömrum 30. júlí 2008 06:00 Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir Koma fram á tónleikum í Hömrum annað kvöld. Tónleikar undir yfirskriftinni Seiðandi sumarhljómar fara fram í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þar koma fram þær Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari og leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Geirþrúður Ása hóf fiðlunám þriggja ára gömul, en hefur numið fiðluleik við Listaháskóla Íslands síðan haustið 2005. Geirþrúður varð í fyrsta sæti í fyrstu einleikarakeppni Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2004. Þá lenti hún í þriðja sæti í Simon-Fiset fiðlukeppninni í Seattle ári seinna. Hún hefur tekið þátt í konsertkeppni í Schlern Music Festival á Ítalíu og einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Geirþrúður Ása hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarháskólans í Gautaborg, Ungfóníu og verið konsertmeistari í tveimur síðustu verkefnum óperustúdíós Íslensku Óperunnar. Í haust mun Geirþrúður hefja nám við Stetson University í Flórída, Bandaríkjunum. Matthildur Anna hóf píanónám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur; þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan til Árósa í Det Jyske Musikkonservatorium þar sem hún stundaði nám í einn vetur. Árið 2007 lauk Matthildur Bachelornámi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig tekið ríkan þátt í kammermúsík, til að mynda kom hún fram á Lied Festival í Bergen í Noregi með Þorvaldi Þorvaldssyni bassasöngvara. Matthildur stundar núna meistaranám í meðleik við Royal Academy of Music í London og útskrifast þaðan vorið 2009. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Sumar í Hömrum, sem Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir í sumar. -vþ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónleikar undir yfirskriftinni Seiðandi sumarhljómar fara fram í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þar koma fram þær Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari og leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Geirþrúður Ása hóf fiðlunám þriggja ára gömul, en hefur numið fiðluleik við Listaháskóla Íslands síðan haustið 2005. Geirþrúður varð í fyrsta sæti í fyrstu einleikarakeppni Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2004. Þá lenti hún í þriðja sæti í Simon-Fiset fiðlukeppninni í Seattle ári seinna. Hún hefur tekið þátt í konsertkeppni í Schlern Music Festival á Ítalíu og einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Geirþrúður Ása hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarháskólans í Gautaborg, Ungfóníu og verið konsertmeistari í tveimur síðustu verkefnum óperustúdíós Íslensku Óperunnar. Í haust mun Geirþrúður hefja nám við Stetson University í Flórída, Bandaríkjunum. Matthildur Anna hóf píanónám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur; þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan til Árósa í Det Jyske Musikkonservatorium þar sem hún stundaði nám í einn vetur. Árið 2007 lauk Matthildur Bachelornámi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig tekið ríkan þátt í kammermúsík, til að mynda kom hún fram á Lied Festival í Bergen í Noregi með Þorvaldi Þorvaldssyni bassasöngvara. Matthildur stundar núna meistaranám í meðleik við Royal Academy of Music í London og útskrifast þaðan vorið 2009. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Sumar í Hömrum, sem Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir í sumar. -vþ
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira