Tuttugu ár eru liðin frá því að fyrst var tilnefnt til verðlaunanna og var tilnefningahátíðin sú stærsta hingað til. Verðlaun eru veitt fyrir bækur í tveimur flokkum, flokki skáldverka og flokki fræðibóka, en í samstarfi við Bandalag þýðenda og túlka er einnig tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Þriggja manna dómnefnd velur verðlaunabækur úr hópi þeirra tilnefndu og veitir forseti Íslands verðlaunin á Bessastöðum í lok janúar.





