Formúlan finnur fyrir kreppunni 2. febrúar 2009 11:11 Felipe Massa sest um borð í nýja Ferrari bílinn. mynd: kappakstur.is Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt. Liðið sem er skipað 700 starfsmönnum á hugsanlegan rétt á styrk frá sérstökum neyðarsjóði. Ecclestone vill þó að menn í Formúlu 1 geiranum sýni stillingu, því allir muni finna fyrir áhrifum kreppunnar. Hann ræddi málin lítillega við dagblaðið AS á ferðalagi um Spán, þar sem tvö mót verða haldin á þessu ári. Í Barcelona og í Valencia. Ecclestone segir að miðaðverð sé í höndum mótshaldara og þeirra að ákveða hvort lækka skuli miðaverð í samræmi við efnahagsþrengingar. "Það munu allir þjást á þessum tímum og við verðum bara að vera þolinmóð í hvívetna", sagði Ecclestone. Nokkrir auglýsendur hafa dregið saman seglin, m.a. ING bankinn sem styður Renault. Bankinn mun styðja liðið áfram en ekki auglýsa á brautum á árinu. Þá hefur verið rætt um að ökumenn þurfi að lækka laun sín, en til þessa hafa þeir ekki tekið slíkt í mál. Launahæstur er Kimi Raikkönen sem er með yfir 50 miljónir dala í árslaun. Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt. Liðið sem er skipað 700 starfsmönnum á hugsanlegan rétt á styrk frá sérstökum neyðarsjóði. Ecclestone vill þó að menn í Formúlu 1 geiranum sýni stillingu, því allir muni finna fyrir áhrifum kreppunnar. Hann ræddi málin lítillega við dagblaðið AS á ferðalagi um Spán, þar sem tvö mót verða haldin á þessu ári. Í Barcelona og í Valencia. Ecclestone segir að miðaðverð sé í höndum mótshaldara og þeirra að ákveða hvort lækka skuli miðaverð í samræmi við efnahagsþrengingar. "Það munu allir þjást á þessum tímum og við verðum bara að vera þolinmóð í hvívetna", sagði Ecclestone. Nokkrir auglýsendur hafa dregið saman seglin, m.a. ING bankinn sem styður Renault. Bankinn mun styðja liðið áfram en ekki auglýsa á brautum á árinu. Þá hefur verið rætt um að ökumenn þurfi að lækka laun sín, en til þessa hafa þeir ekki tekið slíkt í mál. Launahæstur er Kimi Raikkönen sem er með yfir 50 miljónir dala í árslaun.
Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira