NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2009 08:56 LeBron James og félagar eru komnir í úrslitakeppnina. Nordic Photos / Getty Images Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan. NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan.
NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira