Veröldin vill samning sem heldur 12. desember 2009 06:00 Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun