Teitur framlengdi við Stjörnuna 2. apríl 2009 16:29 Teitur Örlygsson kortleggur leik Stjörnumanna á Reykjanesbrautinni Mynd/Daníel "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi. Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
"Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi.
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira