Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig.
Bílaframleiðandinn Toyota hyggst hinsvegar loka öllum verksmiðjum sínum í ellefu daga, sex í febrúar og fimm í mars, vegna stórminnkaðrar eftirspurnar. Hyggst framleiðandinn þannig ganga á birgðir af óseldum bílum sem eru orðnar verulegar.