Frábær byrjun Formúlu 1 nýliðans 17. október 2009 10:47 Kamui Kobayashi umvafinn japönskum fréttamönnum í Brasilíu. mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira