Ísland er heimili mitt að heiman 9. mars 2009 18:30 Kesha Watson í leik gegn Haukum Mynd/Daníel Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson. Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira