Ross Brawn: Áreiðanleiki bílsins ánægjuefni 13. mars 2009 08:46 Rubens Barrichello, Ross Brawn og Jenson Button ræða málin á æfingu í Barcelona. Brawn GP 001 bíllinn nýji reyndist skotheldur á æfingum á Barcelona brautinni alla vikuna. Æfingum þar er nú lokið og Jenson Button og Rubens Barrichello trónuðu á toppnum á tímalistanum tvo síðustu dagana.. Brawn liðið sló því stórliðununm hressilegea við. "Við erum virkilega ánægðir með fyrstu prófun á bíl okkar. Eins og menn þekkja komumst við seint í gang með okkar mál. Meginmarkmið okkar var að sleppa við bilanir og að þolprófa bílinn, að keyra sem mest. Það tókst afbragðsvel", sagði Brawn um æfingar liðsins. "Bíllinn var góður frá fyrsta metra og það segir allt um starfslið okkar í Brackley, sem hefur þurft að þola margt síðustu mánuði. Bíllinn virkar sem skyldi og bæði Barrichello og Button hafa ekið keppnisakstur. Við getum æft í þrjá daga í Jerez í næstu og ætlum að nýta okkur það. Það verður spennandi að sjá framvindu mála"; sagði Brawn. Rubens Barrichello var með besta tíma í gær og var sáttur við sitt. "Ég er mjög ánægðir með hvað við gátum ekið mikið án bilanna og í gegnum heila keppni hvað vegalengd varðar. Ég prófaði líka að aka tímatökuakstur og það tókst vel. Brawn bíllinn er hraður og traustur", sagði Barrichello. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brawn GP 001 bíllinn nýji reyndist skotheldur á æfingum á Barcelona brautinni alla vikuna. Æfingum þar er nú lokið og Jenson Button og Rubens Barrichello trónuðu á toppnum á tímalistanum tvo síðustu dagana.. Brawn liðið sló því stórliðununm hressilegea við. "Við erum virkilega ánægðir með fyrstu prófun á bíl okkar. Eins og menn þekkja komumst við seint í gang með okkar mál. Meginmarkmið okkar var að sleppa við bilanir og að þolprófa bílinn, að keyra sem mest. Það tókst afbragðsvel", sagði Brawn um æfingar liðsins. "Bíllinn var góður frá fyrsta metra og það segir allt um starfslið okkar í Brackley, sem hefur þurft að þola margt síðustu mánuði. Bíllinn virkar sem skyldi og bæði Barrichello og Button hafa ekið keppnisakstur. Við getum æft í þrjá daga í Jerez í næstu og ætlum að nýta okkur það. Það verður spennandi að sjá framvindu mála"; sagði Brawn. Rubens Barrichello var með besta tíma í gær og var sáttur við sitt. "Ég er mjög ánægðir með hvað við gátum ekið mikið án bilanna og í gegnum heila keppni hvað vegalengd varðar. Ég prófaði líka að aka tímatökuakstur og það tókst vel. Brawn bíllinn er hraður og traustur", sagði Barrichello. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira