Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf 13. október 2009 09:44 Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira