Stjörnuliðin í NBA klár 30. janúar 2009 19:23 Shaquille O´Neal hefur verið áberandi í stjörnuleikjunum í NBA frá því hann kom inn í deildina árið 1992 NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira