Átak gegn akstri utan vega 6. nóvember 2009 06:00 Aldrei áður hafa jafn margir erlendir ferðamenn sótt landið okkar heim og á liðnu sumri auk þess sem Íslendingar voru óvenju duglegir að ferðast um eigið land. Landið og fegurð þess er ein helsta auðlind okkar sem ber að umgangast með virðingu. Hafa ber í huga að meginástæða komu erlendra ferðamanna til Íslands er íslensk náttúra og sérstaða hennar. Óbyggðir Íslands eru eitt af örfáum svæðum í Evrópu þar sem er að finna lítt snortin náttúruleg víðerni. Slík svæði eru sérstök upplifun fyrir gesti frá þéttbýlli löndum. Hins vegar steðjar nú vá að íslenskri náttúru vegna aksturs utan vega. Akstur utan vega skapar lýti á landinu og sums staðar getur hann valdið sárum sem tekur áratugi að gróa, jafnvel aldir. Gróður á hálendinu og raunar víðar er hægvaxta og hjólför á grónu landi geta gefið roföflum lausan tauminn í viðbót við sýnileg ör. Jafnvel á lítt grónu landi geta hjólför eftir utanvegaakstur gjörbreytt ásýnd landsins. Kortleggjum vegiUmhverfisráðuneytið vinnur gegn utanvegaakstri á margvíslegan hátt. Ein leiðin er að kortleggja alla þekkta vegi á hálendinu með það fyrir augum að geta síðan skorið úr um hverjir verði auðkenndir sem leyfilegir og hverjum skuli loka. Kortlagningin hefur farið fram í góðri samvinnu Landmælinga Íslands og Ferðaklúbbsins 4x4. Nú er að störfum nefnd með fulltrúum ráðuneytisins, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar, sem vinnur að því að gera kort fyrir hvert sveitarfélag þar sem þeir slóðar verða merktir sem ekki stendur til að loka. Þessi kort verða birt til upplýsingar og umræðu, svo áhuga- og hagsmunasamtök og allur almenningur geti komið að athugasemdum áður en þau verða lögfest með reglugerð. Það mun taka nokkur misseri að gera kort fyrir öll sveitarfélög landsins sem eiga land á hálendinu. Þegar það hefur verið gert ætti að vera til áreiðanlegur gagnagrunnur fyrir ferðamenn, löggæslu og landverði til að eyða efa um hvar akstur er löglegur. Einnig verður hægt að loka vegum sem lenda utan kortagrunnsins. Gildi verkefnisins felst þó ekki síst í opinni umræðu og bættum skilningi allra helstu aðila á hvar umferð er heimil utan hins formlega vegakerfis og hvar ekki. Árétta ber að þessi vinna breytir auðvitað í engu að utanvegaakstur er jafn óheimill og fyrr, hér er eingöngu verið að eyða vafa þar sem hann er uppi og auðvelda túlkun laganna. Skýrari reglur og bætt túlkun lagabókstafsins eru af hinu góða, en fræðsla og skilningur á mikilvægi náttúruverndar eru þó til lengri tíma litið líklega enn mikilvægari í baráttunni gegn akstri utan vega. Umhverfisvitund og ábyrgðartilfinningSprenging hefur orðið í skráningu á torfærufarartækjum á Íslandi á síðustu árum. Flestir ökumenn fjórhjóla og torfæruvélhjóla eru löghlýðnir og vilja ekki valda skemmdum, eins og gildir um ökumenn bíla. Allt of mörg dæmi eru þó um ólöglega umferð og skemmdir af völdum torfærutækja. Landverðir og Landgræðsla ríkisins telja að utanvegaakstur vélhjóla sé orðinn alvarlegasti vandinn af því tagi víða á landinu. Sumir virðast telja að þessi tæki hafi eða eigi að fá annan og meiri rétt til umferðar í óbyggðum en bílar. Það er misskilningur. Torfæruökumenn geta nýtt sér sama vegakerfi og jeppamenn, vilji þeir nota ökutæki sín til að ferðast um landið. Torfærutæki hafa ekki rétt til aksturs utan vega frekar en aðrir. Mörg sveitarfélög bjóða upp á sérútbúin svæði fyrir torfærutæki þar sem heimilt er að spóla í sandi og möl og gert ráð fyrir fyrir aðstöðu til slíks. Vonandi verður þróunin meðal eigenda torfærufarartækja svipuð og meðal jeppamanna og annarra ferðamanna, þannig að umhverfisvitundin og ábyrgðartilfinningin vaxi og tilvikum utanvegaaksturs af völdum tví- og fjórhjóla fækki. Slíkt er affarasælla en hert refsiákvæði, en ef þróunin heldur áfram í þá veru að tækjunum fjölgi og skemmdum líka er ljóst að grípa þarf til slíkra úrræða. Landið er okkar dýrmætasta auðlind. Góð umgengni um það er skylda okkar og tilgangslaus skemmdarverk á landinu óþolandi. Ég hyggst herða róðurinn í baráttu gegn akstri utan vega og vil vinna að því máli með öllum ábyrgum samtökum og einstaklingum, sama hvaða fararskjóta þeir kjósa sér til að ferðast um landið. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Aldrei áður hafa jafn margir erlendir ferðamenn sótt landið okkar heim og á liðnu sumri auk þess sem Íslendingar voru óvenju duglegir að ferðast um eigið land. Landið og fegurð þess er ein helsta auðlind okkar sem ber að umgangast með virðingu. Hafa ber í huga að meginástæða komu erlendra ferðamanna til Íslands er íslensk náttúra og sérstaða hennar. Óbyggðir Íslands eru eitt af örfáum svæðum í Evrópu þar sem er að finna lítt snortin náttúruleg víðerni. Slík svæði eru sérstök upplifun fyrir gesti frá þéttbýlli löndum. Hins vegar steðjar nú vá að íslenskri náttúru vegna aksturs utan vega. Akstur utan vega skapar lýti á landinu og sums staðar getur hann valdið sárum sem tekur áratugi að gróa, jafnvel aldir. Gróður á hálendinu og raunar víðar er hægvaxta og hjólför á grónu landi geta gefið roföflum lausan tauminn í viðbót við sýnileg ör. Jafnvel á lítt grónu landi geta hjólför eftir utanvegaakstur gjörbreytt ásýnd landsins. Kortleggjum vegiUmhverfisráðuneytið vinnur gegn utanvegaakstri á margvíslegan hátt. Ein leiðin er að kortleggja alla þekkta vegi á hálendinu með það fyrir augum að geta síðan skorið úr um hverjir verði auðkenndir sem leyfilegir og hverjum skuli loka. Kortlagningin hefur farið fram í góðri samvinnu Landmælinga Íslands og Ferðaklúbbsins 4x4. Nú er að störfum nefnd með fulltrúum ráðuneytisins, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar, sem vinnur að því að gera kort fyrir hvert sveitarfélag þar sem þeir slóðar verða merktir sem ekki stendur til að loka. Þessi kort verða birt til upplýsingar og umræðu, svo áhuga- og hagsmunasamtök og allur almenningur geti komið að athugasemdum áður en þau verða lögfest með reglugerð. Það mun taka nokkur misseri að gera kort fyrir öll sveitarfélög landsins sem eiga land á hálendinu. Þegar það hefur verið gert ætti að vera til áreiðanlegur gagnagrunnur fyrir ferðamenn, löggæslu og landverði til að eyða efa um hvar akstur er löglegur. Einnig verður hægt að loka vegum sem lenda utan kortagrunnsins. Gildi verkefnisins felst þó ekki síst í opinni umræðu og bættum skilningi allra helstu aðila á hvar umferð er heimil utan hins formlega vegakerfis og hvar ekki. Árétta ber að þessi vinna breytir auðvitað í engu að utanvegaakstur er jafn óheimill og fyrr, hér er eingöngu verið að eyða vafa þar sem hann er uppi og auðvelda túlkun laganna. Skýrari reglur og bætt túlkun lagabókstafsins eru af hinu góða, en fræðsla og skilningur á mikilvægi náttúruverndar eru þó til lengri tíma litið líklega enn mikilvægari í baráttunni gegn akstri utan vega. Umhverfisvitund og ábyrgðartilfinningSprenging hefur orðið í skráningu á torfærufarartækjum á Íslandi á síðustu árum. Flestir ökumenn fjórhjóla og torfæruvélhjóla eru löghlýðnir og vilja ekki valda skemmdum, eins og gildir um ökumenn bíla. Allt of mörg dæmi eru þó um ólöglega umferð og skemmdir af völdum torfærutækja. Landverðir og Landgræðsla ríkisins telja að utanvegaakstur vélhjóla sé orðinn alvarlegasti vandinn af því tagi víða á landinu. Sumir virðast telja að þessi tæki hafi eða eigi að fá annan og meiri rétt til umferðar í óbyggðum en bílar. Það er misskilningur. Torfæruökumenn geta nýtt sér sama vegakerfi og jeppamenn, vilji þeir nota ökutæki sín til að ferðast um landið. Torfærutæki hafa ekki rétt til aksturs utan vega frekar en aðrir. Mörg sveitarfélög bjóða upp á sérútbúin svæði fyrir torfærutæki þar sem heimilt er að spóla í sandi og möl og gert ráð fyrir fyrir aðstöðu til slíks. Vonandi verður þróunin meðal eigenda torfærufarartækja svipuð og meðal jeppamanna og annarra ferðamanna, þannig að umhverfisvitundin og ábyrgðartilfinningin vaxi og tilvikum utanvegaaksturs af völdum tví- og fjórhjóla fækki. Slíkt er affarasælla en hert refsiákvæði, en ef þróunin heldur áfram í þá veru að tækjunum fjölgi og skemmdum líka er ljóst að grípa þarf til slíkra úrræða. Landið er okkar dýrmætasta auðlind. Góð umgengni um það er skylda okkar og tilgangslaus skemmdarverk á landinu óþolandi. Ég hyggst herða róðurinn í baráttu gegn akstri utan vega og vil vinna að því máli með öllum ábyrgum samtökum og einstaklingum, sama hvaða fararskjóta þeir kjósa sér til að ferðast um landið. Höfundur er umhverfisráðherra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun