NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2009 10:14 LeBron James segir sínum mönnum til í leiknum í nótt. Nordic Photos / AFP Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira