Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone segir að efnhagskrappan muni ekki ganga Formúlu 1 til húðar.
"Það kemur mér á óvart hvað kreppan hefur haft lítil áhrif á rekstur Formúlu 1. Maður hefði haldið að keppnislið reyndu að skera niður kostnað, t.d. í mannahaldi, en það er sami fjöldi skráður á mótsstað eins og í fyrra. Við gefum út passana og vitum því staðreyndir málsins", sagði Ecclestone í dagblaðinu Guardian.
"Þá er enn fjöldi landa sem vill halda Formúlu 1 mót og við höfum ekki pláss fyrir fleiri mót. Ég vissi fyrir löngu síðan að hlutabréfamarkaðir myndu hrynja og að Evrópa myndi verða eins og fátækari löndin. Það á eftir að gerast", sagði Ecclestone, sem hefur verið séður í því að finna ný lönd til að halda kappakstursmót. í fyrra var keppt í flóðljósum í Síngapúr í fyrsta skipti.
Nýtt mót verður í Abu Dhabi í lok keppnistímabilsins. Fyrsti þáttur um Formúlu 1 verður á Stöð 2 Sport á miðvikudaginn. Þá verður sýnt frá frumsýningum keppnisliða.