Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað 10. júní 2009 00:01 Mikið magn fíkniefna hefur verið tekið það sem af er árinu. Lögregla rannsakar nú afar umfangsmikið mál sem talið er ná víða um lönd. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu. Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Sjá meira
Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu.
Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Sjá meira