Kolastefnan Jeffrey Sachs skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál frá 1992 var kveðið á um að ríki skyldu forðast gjörðir sem gætu haft hættuleg áhrif á loftslagið. Engu síður heldur losun gróðurhúsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin hafa reynst mesti dragbíturinn; þau neituðu að undirrita Kyoto-bókunina árið 1997 og hafa þverskallast við að koma böndum á útblástur heima fyrir. Í desember verður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Kaupmannahöfn. Þar er ætlunin að komast að nýju samkomulagi í stað Kyoto-bókunarinnar. Enn og aftur er afstaða Bandaríkjanna helsta áhyggjuefnið. Loftslagsmál er enn mikið deiluefni í bandarískum stjórnmálum. Barack Obama hefur aftur á móti tækifæri til að brjóta pattstöðuna upp. Kolin ráðaÁri eftir að samningur SÞ var samþykktur reyndi Bill Clinton Bandaríkjaforseti að fá samþykkt lög um orkuskatta, sem hefðu stuðlað að því að Bandaríkin hefðu dregið úr notkun jarðefnaeldsneyta. Tillagan var ekki einungis blásin af heldur hratt hún af stað pólitískum mótvægisaðgerðum. Þegar Kyoto-bókunin var samþykkt árið 1997 hafði Clinton ekki einu sinni fyrir því að bera hana undir öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann vissi fullvel að henni yrði hafnað. George W. Bush hafnaði Kyoto-bókuninni alfarið í sinni forsetatíð og aðhafðist ekkert í loftslagsmálum.Aðgerðaleysi Bandaríkjanna á sér nokkrar skýringar - þar á meðal hugmyndafræði og fáfræði gagnvart vísindum - en þegar öllu er á botninn hvolft snúast þau fyrst og fremst um eitt: kol. Hvorki fleiri né færri en 25 ríki í Bandaríkjunum framleiða kol, sem skapar ekki aðeins tekjur, störf og skatttekjur, heldur sér þeim einnig fyrir stórum hluta af orkuþörf þeirra.Losun kolefna í kolaríkjum Bandaríkjanna miðað við höfðatölu er langt yfir meðaltal á landsvísu. Þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum beinast fyrst og fremst gegn minni kolanotkun - kolefnasríkasta eldsneytinu - óttast kolaríkin í Bandaríkjunum sérstaklega um efnahagslegar afleiðingar af útblásturskvótum (en olíu- og bílaiðnaðurinn fylgja fast á hæla þeirra). Þrátefli á þingiStjórnsýslan í Bandaríkjunum skapar líka vandamál. Til að samþykkja alþjóðlega bókun eða samning verða 67 af 100 öldungadeildarþingmönnum að greiða atkvæði með henni - sem er svo gott sem ómögulegt. Repúblikanaflokkurinn ræður yfir 40 sætum, sem eru skipuð of mörgum harðlínumönnum til að hægt sé að ná 67 atkvæða lágmarkinu. Í Demókrataflokknum má líka finna fulltrúa kola- og olíuríkja, sem ólíklegt er að styðji róttækar aðgerðir í útblástursmálum.Hugmyndin að þessu sinni er því að reyna að komast hjá 67 atkvæða hindruninni, að minnsta kosti til að byrja með, með því að leggja áherslu á innanlandslöggjöf í stað alþjóðlegrar bókunar. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa landslög (ólíkt alþjóðlegum sáttmálum) aðeins hreinan meirihluta atkvæða í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins, til að vera vísað til undirritunar forseta. Það er nokkuð öruggt að að minnsta kosti fimmtíu myndu greiða atkvæði með frumvarpi um loftslagsmál. Gæti orðið málþófi að bráðAndstæðingar málsins geta hins vegar hótað málþófi, sem ekki er hægt að kveða niður nema 60 þingmenn samþykki að frumvarpið verði lagt undir atkvæði. Ef ekki getur frumvarpið dagað uppi, jafnvel þótt hreinn meirihluti sé fyrir því. Það eru góðar líkur á að það myndi gerast með frumvarp um loftlagsbreytingar; það er alltént við ramman reip að draga að tryggja því máli 60 atkvæði.Stjórnmálaskýrendur vita að úrslitin munu velta á hugmyndafræði einstakra þingmanna, kosningahegðun í einstaka ríkjum og hversu mikið ákveðin ríki reiða sig á kol samanborið við aðra orkugjafa. Með hliðsjón af þessu telur einn skýrandi að 50 demókratar segi já, 34 repúblikanar segi nei, en óvíst sé um 16 atkvæði. Tíu af óvissuatkvæðunum eru demókratar, aðallega úr kolaríkjum; hin sex eru rebúblikanar sem mögulega gætu lagst á sveif með forsetanum og meirhluta repúblikana í þessu máli. Kína, Indland og BandaríkinÞar til nýlega héldu margir að Kína og Indland myndu öðrum fremur láta sitt eftir liggja í samningaviðræðunum um aðgerðir í loftlagsmálum. Kína hefur hins vegar tilkynnt um stórtækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis á sviði sólarorku, vindorku, kjarnorku og kolefnisbindingu.Indverjar kveðast reiðubúnir að ráðast í heildstæða aðgerðaráætlun á landsvísu í átt að sjálfbærum orkubúskap. Þetta setur aukna pressu á Bandaríkin til að bregðast við. Þegar þróunarlönd hafa lýst yfir að þau muni ekki láta sitt eftir liggja, getur verið að öldungadeild Bandaríkjaþings verði síðasta ljónið á vegi alþjóðlegs samkomulags í loftlagsmálum?Obama hefur úrræði til að koma Bandaríkjunum í samfélag þjóðanna í loftlagsmálum. Í fyrsta lagi er hann að semja við þingmenn sem gjalda varhug við hugmyndunum, um að milda afleiðingarnar fyrir kolaríkin og auka fjárfestingar í rannsóknir og þróun á vistvænum orkugjöfum.Í öðru lagi getur hann fyrirskipað Umhverfisverndarstofnun að taka upp stjórnsýslueftirlit fyrir kolaver og bílaframleiðendur, jafnvel þótt þingið hafi ekki samþykkt nýja löggjöf. Stjórnsýslueftirlitið gæti jafnvel reynst mikilvægara en löggjöfin. Bandaríkin taki á sig röggPólitíkin á Bandaríkjaþingi ætti ekki að bjaga heildarmyndina: Bandaríkin hafa hagað sér með óábyrgum hætti síðan samkomulagið um loftslagsmál var samþykkt árið 1992. Þau bera höfuðábyrgð í loftlagsmálum til þessa dags en hafa komið fram án nokkurrar ábyrgðartilfinningar gagnvart eigin landsmönnum, umheiminum og komandi kynslóðum.Þingmenn úr kolaríkjunum ættu líka að vita upp á sig sökina. Vissulega þarf að rétta ríkjum þeirra hjálparhönd, en það ætti ekki að leyfa sérhagsmunum að stefna framtíð plánetunnar sem við búum á í voða. Það er kominn tími til að Bandaríkin gangi í heimsfjölskylduna.Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál frá 1992 var kveðið á um að ríki skyldu forðast gjörðir sem gætu haft hættuleg áhrif á loftslagið. Engu síður heldur losun gróðurhúsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin hafa reynst mesti dragbíturinn; þau neituðu að undirrita Kyoto-bókunina árið 1997 og hafa þverskallast við að koma böndum á útblástur heima fyrir. Í desember verður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Kaupmannahöfn. Þar er ætlunin að komast að nýju samkomulagi í stað Kyoto-bókunarinnar. Enn og aftur er afstaða Bandaríkjanna helsta áhyggjuefnið. Loftslagsmál er enn mikið deiluefni í bandarískum stjórnmálum. Barack Obama hefur aftur á móti tækifæri til að brjóta pattstöðuna upp. Kolin ráðaÁri eftir að samningur SÞ var samþykktur reyndi Bill Clinton Bandaríkjaforseti að fá samþykkt lög um orkuskatta, sem hefðu stuðlað að því að Bandaríkin hefðu dregið úr notkun jarðefnaeldsneyta. Tillagan var ekki einungis blásin af heldur hratt hún af stað pólitískum mótvægisaðgerðum. Þegar Kyoto-bókunin var samþykkt árið 1997 hafði Clinton ekki einu sinni fyrir því að bera hana undir öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann vissi fullvel að henni yrði hafnað. George W. Bush hafnaði Kyoto-bókuninni alfarið í sinni forsetatíð og aðhafðist ekkert í loftslagsmálum.Aðgerðaleysi Bandaríkjanna á sér nokkrar skýringar - þar á meðal hugmyndafræði og fáfræði gagnvart vísindum - en þegar öllu er á botninn hvolft snúast þau fyrst og fremst um eitt: kol. Hvorki fleiri né færri en 25 ríki í Bandaríkjunum framleiða kol, sem skapar ekki aðeins tekjur, störf og skatttekjur, heldur sér þeim einnig fyrir stórum hluta af orkuþörf þeirra.Losun kolefna í kolaríkjum Bandaríkjanna miðað við höfðatölu er langt yfir meðaltal á landsvísu. Þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum beinast fyrst og fremst gegn minni kolanotkun - kolefnasríkasta eldsneytinu - óttast kolaríkin í Bandaríkjunum sérstaklega um efnahagslegar afleiðingar af útblásturskvótum (en olíu- og bílaiðnaðurinn fylgja fast á hæla þeirra). Þrátefli á þingiStjórnsýslan í Bandaríkjunum skapar líka vandamál. Til að samþykkja alþjóðlega bókun eða samning verða 67 af 100 öldungadeildarþingmönnum að greiða atkvæði með henni - sem er svo gott sem ómögulegt. Repúblikanaflokkurinn ræður yfir 40 sætum, sem eru skipuð of mörgum harðlínumönnum til að hægt sé að ná 67 atkvæða lágmarkinu. Í Demókrataflokknum má líka finna fulltrúa kola- og olíuríkja, sem ólíklegt er að styðji róttækar aðgerðir í útblástursmálum.Hugmyndin að þessu sinni er því að reyna að komast hjá 67 atkvæða hindruninni, að minnsta kosti til að byrja með, með því að leggja áherslu á innanlandslöggjöf í stað alþjóðlegrar bókunar. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa landslög (ólíkt alþjóðlegum sáttmálum) aðeins hreinan meirihluta atkvæða í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins, til að vera vísað til undirritunar forseta. Það er nokkuð öruggt að að minnsta kosti fimmtíu myndu greiða atkvæði með frumvarpi um loftslagsmál. Gæti orðið málþófi að bráðAndstæðingar málsins geta hins vegar hótað málþófi, sem ekki er hægt að kveða niður nema 60 þingmenn samþykki að frumvarpið verði lagt undir atkvæði. Ef ekki getur frumvarpið dagað uppi, jafnvel þótt hreinn meirihluti sé fyrir því. Það eru góðar líkur á að það myndi gerast með frumvarp um loftlagsbreytingar; það er alltént við ramman reip að draga að tryggja því máli 60 atkvæði.Stjórnmálaskýrendur vita að úrslitin munu velta á hugmyndafræði einstakra þingmanna, kosningahegðun í einstaka ríkjum og hversu mikið ákveðin ríki reiða sig á kol samanborið við aðra orkugjafa. Með hliðsjón af þessu telur einn skýrandi að 50 demókratar segi já, 34 repúblikanar segi nei, en óvíst sé um 16 atkvæði. Tíu af óvissuatkvæðunum eru demókratar, aðallega úr kolaríkjum; hin sex eru rebúblikanar sem mögulega gætu lagst á sveif með forsetanum og meirhluta repúblikana í þessu máli. Kína, Indland og BandaríkinÞar til nýlega héldu margir að Kína og Indland myndu öðrum fremur láta sitt eftir liggja í samningaviðræðunum um aðgerðir í loftlagsmálum. Kína hefur hins vegar tilkynnt um stórtækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis á sviði sólarorku, vindorku, kjarnorku og kolefnisbindingu.Indverjar kveðast reiðubúnir að ráðast í heildstæða aðgerðaráætlun á landsvísu í átt að sjálfbærum orkubúskap. Þetta setur aukna pressu á Bandaríkin til að bregðast við. Þegar þróunarlönd hafa lýst yfir að þau muni ekki láta sitt eftir liggja, getur verið að öldungadeild Bandaríkjaþings verði síðasta ljónið á vegi alþjóðlegs samkomulags í loftlagsmálum?Obama hefur úrræði til að koma Bandaríkjunum í samfélag þjóðanna í loftlagsmálum. Í fyrsta lagi er hann að semja við þingmenn sem gjalda varhug við hugmyndunum, um að milda afleiðingarnar fyrir kolaríkin og auka fjárfestingar í rannsóknir og þróun á vistvænum orkugjöfum.Í öðru lagi getur hann fyrirskipað Umhverfisverndarstofnun að taka upp stjórnsýslueftirlit fyrir kolaver og bílaframleiðendur, jafnvel þótt þingið hafi ekki samþykkt nýja löggjöf. Stjórnsýslueftirlitið gæti jafnvel reynst mikilvægara en löggjöfin. Bandaríkin taki á sig röggPólitíkin á Bandaríkjaþingi ætti ekki að bjaga heildarmyndina: Bandaríkin hafa hagað sér með óábyrgum hætti síðan samkomulagið um loftslagsmál var samþykkt árið 1992. Þau bera höfuðábyrgð í loftlagsmálum til þessa dags en hafa komið fram án nokkurrar ábyrgðartilfinningar gagnvart eigin landsmönnum, umheiminum og komandi kynslóðum.Þingmenn úr kolaríkjunum ættu líka að vita upp á sig sökina. Vissulega þarf að rétta ríkjum þeirra hjálparhönd, en það ætti ekki að leyfa sérhagsmunum að stefna framtíð plánetunnar sem við búum á í voða. Það er kominn tími til að Bandaríkin gangi í heimsfjölskylduna.Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun