Grindavík er með sex stiga forustu, 27-21 í hálfleik gegn bikarmeisturum KR í öðrum leik einvígis liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna.
KR er komið í undanúrslitin með sigri en vinni Grindavík verður oddaleikur á sunnudaginn.
Ólöf Helga Pálsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir eru stigahæstar í hálfleik hjá Grindavík með 5 stig hver en hjá KR hefur Hildur Sigurðardóttir skorað 8 stig.
KR-konur byrjuðu vel, komust í 7-0 og héldu Grindavíkur-liðinu stigalausu fyrstu fimm mínútur leiksins.
Í stöðunni 2-8 fyrir KR þá skoraði Grindavíkurliðið tólf stig í röð og komst í 14-8. Staðan var síðan 14-9 eftir fyrsta leikhlutann.
Petrúnella Skúladóttir skoraði 5 stig fyrir Grindavík í 1. leikhluta en Hildur Sigurðardóttir var með 6 stig hjá KR.
Grindavík skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta og komst í 16-9 og 21-14 en KR kom muninum svo aftur niður í tvö stig, 23-21.
Grindavík endaði hálfleikinn hinsvegar á því að skora fjögur síðustu stigin og var með sex stiga forskot í hálfleik.