Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 3,45 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir Össur, en gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 1,34 prósent.
Önnur viðskipti hafa ekki átt sér stað.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,81 prósent og stendur hún í 218 stigum.