Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 22:30 Jóhannes Árnason var léttur eftir sigur á Hamar í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira