Denver vann 58 stiga sigur í New Orleans og jafnaði NBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 09:15 Chauncey Billups og aðrir lykilmenn Denver gátu slappað af á bekknum. Mynd/GettyImages Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira