Eldfjallagarður er samstarfsverkefni 20. nóvember 2009 06:00 Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar