Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,36 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Færeyjabanka um 0,92 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins.
Á móti hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,86 prósent.
Sjö viðskipti upp á 17,2 milljónir króna standa á bak við sveiflur dagsins.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,66 prósent og stendur hún í 226 stigum.