Umfjöllun: Dramatískur sigur Þórs/KA gegn Val Ómar Þorgeirsson skrifar 7. ágúst 2009 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán. Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll efst og jöfn með 32 stig en Þór/KA kemur svo næst með 29 stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Valsstúkur ógnuðu í tvígang snemma leiks þegar Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir áttu báðar skalla að marki Þórs/KA með stuttu millibili. Markvörðurinn Berglind Magnúsdóttir var vel á verði. Norðanstúlkum óx svo ásmegin eftir því sem líða tók á hálfleikinn og náðu trekk í trekk að galopna Valsvörnina með hættulegum stungusendingum á hinar eldsnöggu Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Rakel Hönnudóttur. Smiljkovic komst ein inn fyrir vörn Vals um miðjan hálfleikinn en þá varði María Björg Ágústsdóttir glæsilega í tvígang frá henni af stuttu færi. María Björg kom þó engum vörnum við í blálok fyrri hálfleiks þegar Zver slapp inn fyrir vörn Valsstúlkna og skoraði af öryggi, í slána og inn. Valsstúlkur voru reyndar afar óánægðar með að markið hefði fengið að standa þar sem þær töldu Zver hafa verið rangstæða en markið stóð og Norðanstúlkur leiddu 0-1 þegar hálfleiksflautið gall. Valsstúlkur voru talsvert frá sínu besta í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna glufur á varnarmúr Þórs/KA en allt annað var að sjá til Íslandsmeistarana í upphafi síðari hálfleiks þar sem þær pressuðu stíft að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á 68. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir átti hörku skot sem fór efst í markstöngina á marki Þórs/KA en markamaskínan Kristín Ýr var fyrst til þess að átta sig og afgreiddi frákastið af yfirvegun og öryggi í markið og jafnaði leikinn. En þetta var sautjánda markið hjá Kristínu Ýr í deildinni í sumar og er hún markahæst í deildinni eins og er. Baráttuglaðar Norðanstúlkur höfðu varist vel fram að jöfnunarmarkinu en voru farnar að bakka full mikið og lentu fyrir vikið undir mikilli pressu frá Valsstúlkum. Valsstúkur héldu pressunni áfram og það skall hurð nærri hælum þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar varnarmenn gestanna björguðu á línu eftir skalla frá Katrínu Jónsdóttur. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný svo kjörið tækifæri til þess að tryggja Val sigur en skot hennar af stuttu færi sigldi framhjá marki Þórs/KA. Gestirnir voru aftur á móti ekki hættir og Zver og Smiljkovic léku laglega í gegnum vörn Vals og Zver skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og sitt annað mark í leiknum með skoti af stuttu færi. Sannarlega ótrúlegur sigur Þórs/KA í dramatískum og kaflaskiptum leik þar sem gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik en Valur í þeim seinni. Þór/KA er á góðu skriði í deildinni og saxar jafnt og þétt á forskot toppliðanna en Norðanstúlkur hafa ekki tapað leik í deildinni síðan í 6. umferð eða í byrjun júní. Valsstúlkur voru aftur á móti aðeins að tapa sínum öðrum leik í sumar en hitt tapið kom í 2. umferð Íslandsmótsins gegn Breiðabliki á Vodafonevellinum og þá kom sigurmark gestanna einnig í uppbótartíma.Tölfræðin:Valur - Þór/KA 1-2 0-1 Mateja Zver (45.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (68.) 1-2 Mateja Zver (90.+2) Vodafonevöllurinn, áhorfendur; óuppgefið Dómari: Pétur Guðmundsson Skot (á mark): 19-13 (7-8) Varin skot: María Björg 6 - Berglind 6 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 1-5Valur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Pála Marie Einarsdóttir Sif Atladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Laufey Ólafsdóttir (76., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Rakel Logadóttir Kristín Ýr BjarnadóttirÞór/KA (4-5-1) Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Rakel Hönnudóttir Elva Friðjónsdóttir Karen Nóadóttir Anna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Mateja Zver Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll efst og jöfn með 32 stig en Þór/KA kemur svo næst með 29 stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Valsstúkur ógnuðu í tvígang snemma leiks þegar Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir áttu báðar skalla að marki Þórs/KA með stuttu millibili. Markvörðurinn Berglind Magnúsdóttir var vel á verði. Norðanstúlkum óx svo ásmegin eftir því sem líða tók á hálfleikinn og náðu trekk í trekk að galopna Valsvörnina með hættulegum stungusendingum á hinar eldsnöggu Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Rakel Hönnudóttur. Smiljkovic komst ein inn fyrir vörn Vals um miðjan hálfleikinn en þá varði María Björg Ágústsdóttir glæsilega í tvígang frá henni af stuttu færi. María Björg kom þó engum vörnum við í blálok fyrri hálfleiks þegar Zver slapp inn fyrir vörn Valsstúlkna og skoraði af öryggi, í slána og inn. Valsstúlkur voru reyndar afar óánægðar með að markið hefði fengið að standa þar sem þær töldu Zver hafa verið rangstæða en markið stóð og Norðanstúlkur leiddu 0-1 þegar hálfleiksflautið gall. Valsstúlkur voru talsvert frá sínu besta í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna glufur á varnarmúr Þórs/KA en allt annað var að sjá til Íslandsmeistarana í upphafi síðari hálfleiks þar sem þær pressuðu stíft að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á 68. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir átti hörku skot sem fór efst í markstöngina á marki Þórs/KA en markamaskínan Kristín Ýr var fyrst til þess að átta sig og afgreiddi frákastið af yfirvegun og öryggi í markið og jafnaði leikinn. En þetta var sautjánda markið hjá Kristínu Ýr í deildinni í sumar og er hún markahæst í deildinni eins og er. Baráttuglaðar Norðanstúlkur höfðu varist vel fram að jöfnunarmarkinu en voru farnar að bakka full mikið og lentu fyrir vikið undir mikilli pressu frá Valsstúlkum. Valsstúkur héldu pressunni áfram og það skall hurð nærri hælum þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar varnarmenn gestanna björguðu á línu eftir skalla frá Katrínu Jónsdóttur. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný svo kjörið tækifæri til þess að tryggja Val sigur en skot hennar af stuttu færi sigldi framhjá marki Þórs/KA. Gestirnir voru aftur á móti ekki hættir og Zver og Smiljkovic léku laglega í gegnum vörn Vals og Zver skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og sitt annað mark í leiknum með skoti af stuttu færi. Sannarlega ótrúlegur sigur Þórs/KA í dramatískum og kaflaskiptum leik þar sem gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik en Valur í þeim seinni. Þór/KA er á góðu skriði í deildinni og saxar jafnt og þétt á forskot toppliðanna en Norðanstúlkur hafa ekki tapað leik í deildinni síðan í 6. umferð eða í byrjun júní. Valsstúlkur voru aftur á móti aðeins að tapa sínum öðrum leik í sumar en hitt tapið kom í 2. umferð Íslandsmótsins gegn Breiðabliki á Vodafonevellinum og þá kom sigurmark gestanna einnig í uppbótartíma.Tölfræðin:Valur - Þór/KA 1-2 0-1 Mateja Zver (45.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (68.) 1-2 Mateja Zver (90.+2) Vodafonevöllurinn, áhorfendur; óuppgefið Dómari: Pétur Guðmundsson Skot (á mark): 19-13 (7-8) Varin skot: María Björg 6 - Berglind 6 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 1-5Valur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Pála Marie Einarsdóttir Sif Atladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Laufey Ólafsdóttir (76., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Rakel Logadóttir Kristín Ýr BjarnadóttirÞór/KA (4-5-1) Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Rakel Hönnudóttir Elva Friðjónsdóttir Karen Nóadóttir Anna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Mateja Zver
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira