Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hækkaði um 0,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,40 prósent.
Sex viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í dag. Þar af tvenn með bréf hins færeyska Eik banka. Gengi bréfa bankans breyttist hins vegar ekkert frá í gær.
Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 0,12 prósent og endaði í 806,6 stigum.