Damon Hill: Fólk mun sakna Silverstone 18. júní 2009 09:24 Damon Hill með höggmynd af föður sínum Graham Hill, sem var kappakstursökumaður og vinsæll Í Bretlandi. mynd: getty images Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira