Landsbankinn hjálpar deCode 22. janúar 2009 03:15 DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leyst úr skammtímavanda með sölu á safni skuldabréfa. Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. [email protected] Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. [email protected]
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira