Opið bréf til Jóns Bjarnasonar Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar