Haukastúlkur Íslandsmeistarar 1. apríl 2009 18:46 Slavica Dimovska var frábær hjá Haukum í kvöld Mynd/Daníel Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira